Hljóð og ljós

Forsendur fyrir góðri sýningaraðstöðu eru lýsing og hljóð. Í Menningarhúsinu Miðgarði er ekkert til sparað í þeim efnum. 
JBL Line Arrey hátalarar tryggja jafna dreifingu hljóðs um salinn, og öflugir kraftmagnarar koma því átakalaust til skila. Hljóðblöndun fer fram í stafrænum 48 rása mixer frá Roland.

Hægt er að fylgjast með flutningi á sviði í hátalarakerfi í anddyri og á efri hæð.  

Það er hátt til lofts í Miðgarði, sem skapar mikla möguleika á skemmtilegri lýsingu. Ljósakerfið var sérstaklega hannað fyrir salinn og hefur reynst afar vel. Kerfið býður upp á 11 litaskipta og 20 PAR 64 í bak og hliðum, 12 tveggja linsu kastara og 8 PC ljós í framlýsingu. Stjórnun kerfisins er með ljósaborði frá ChamSys af tegundinni M Q 50 og er myndræn og nokkuð aðgengileg. 

Flygill

Í Miðgarði er að finna forláta flygil. Hann var keyptur nýr árið 1992 og er frá Steinway og Sons smíðaður í Hamborg í Þýskalandi. Þessi flygill er með 7 feta hörpu og þykir hafa mjúkan og fallegan hljóm. Koma hans í húsið breytti miklu um tónlistarlíf í Skagafirði því hér var komið boðlegt verkfæri fyrir fremstu píanóleikara landsins og aðstaða til að taka á móti hverskonar tónlistarviðburðum kinnroðalaust.

Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum um hljóð og ljósakerfi og annan búnað Miðgarðs í tölvupósti midgardur@skagafjordur.is

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   guttikristin@simnet.is   |   Sími: 868 6851