Flýtilyklar
Fréttir
2.maí kl.14-18 OPIÐ hús í Miðgarði
30.04.2025 - Athugasemdir ( )
Opið hús í Sæluviku á efri hæðinni í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 2.maí milli kl 14-18.
Veitingar til sölu, kaffi og eitthvað gott með, að hætti hússins.
Setjumst niður í Stefánsstofu og njótum okkar fallega útsýnis um fjörðinn fagra.
Verið hjartanlega velkomin.
1.maí kl.20-23 Gömludansaball Pilsaþyts í Miðgarði
30.04.2025 - Athugasemdir ( )
Pilsaþytur í Skagafirði býður uppá gömludansaball í Miðgarði.
Stulli og félagar spila. Ekkert aldurstakmark.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Allir velkomnir – þjóðbúningar engin skylda.
1.maí kl. 9:30-11:30 í Miðgarði - Taktu þátt í 108 Sólarhyllingum - Styrktarviðburður til styrktar Geðhjálp, frjáls framlög
30.04.2025 - Athugasemdir ( )
Látum gott af okkur leiða og sameinum krafta okkar.
Einstök upplifun sem sameinar líkamlega hreyfingu, andlegan skýrleika og íhugun.
Lesa meira
List- og verksýning nemenda Varmahlíðarskóla
29.04.2025 - Athugasemdir ( )
Allir velkomnir!
Til sýnis eru verk eftir nemendur í 1.- 10. bekk ásamt skólahóp, myndlist, mjúk verk, nytjahlutir, skúlptúrar
Sýningin stendur yfir Sæluviku, til og með 4.maí
Ekki verða sérstakir opnunartímar en húsið er alla jafna opið alla virka daga og á auglýstum viðburðum
Forsælutónleikar Kvennakórsins Sóldísar í Miðgarði kl.16:00, 26.apríl 2025
25.04.2025 - Athugasemdir ( )
Sæluvikan nálgast - forsælutónleikar þar sem Kvennkórinn Sóldís fær Freyjukórinn í Borgarfirði í heimsókn á forsælutónleikum Sæluviku.
Kórstjóri Sóldísanna er Helga Rós Indriðadóttir og kórstjóri Freyjukórsins er Hólmfríður Friðjónsdóttir.