Starfsemi

Ráðstefnur                                                                                                                                                                          Í húsinu er kjörin aðstaða fyrir ráðstefnur og fundi. Í húsinu öllu er þráðlaus nettenging sem fundargestir geta nýtt sér. Í aðalsal er skjávarpi og sýningartjald. Gott hljóð- og ljósakerfi er einnig í aðalsal. Á efri hæð hússins er minni salur ásamt herbergjum. Á efri hæð eru tveir flatskjáir sem hægt er að nýta sem sýningartjöld á fundum. Efri hæðina er hægt að hólfa niður í fjögur rými og því nýtist hún einnig vel í ýmis konar hópastarfsemi. 

Tónleikar
Eitt af meginhlutverkum Miðgarðs er að hýsa tónleika af öllum stærðum og gerðum. Sérstaklega skemmtilegur hljómburður er í húsinu auk þess sem ljós- og hljóðkerfi er eins og best verður á kosið og því aðstaðan öll til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á fjölbreytta flóru tónlistar í húsinu. Miðgarður er einnig heimili kórastarfs í Skagafirði þar sem Karlakórinn Heimir, Kvennakórinn Sóldís og Rökkurkórinn stunda æfingar þar, auk þess að halda þar tónleika.

 

Leiksýningar / Danssýningar / Óperur
Sérstaklega góð aðstaða er til leiksýninga og annarra sýninga í Miðgarði, raunar er aðstaða þar sú besta sem býðst í Skagafirði fyrir leiksýningar og þó víðar væri leitað. 

 

Hátíðir og veislur
Miðgarður er vettvangur fyrir hvers kyns innanhéraðssamkomur s.s. þorrablót og árshátíðir. Einnig er þar góð aðstaða fyrir brúðkaup, ættarmót og aðrar veislur. Á efri hæð er kjörinn salur fyrir minni veislur, s.s. skírnar- og fermingarveislur.

 

Dansleikir
Almennir dansleikir með 18 ára aldurstakmarki eru yfirleitt haldnir í tengslum við aðra menningarviðburði í húsinu, s.s. tónleika eða veislur. 

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   guttikristin@simnet.is   |   Sími: 868 6851