Forsendur fyrir góðri sýningaraðstöðu eru lýsing og hljóð. Í Menningarhúsinu Miðgarði er ekkert til sparað í þeim efnum.
Flygill
Í Miðgarði er að finna forláta flygil. Hann var keyptur nýr árið 1992 og er frá Steinway og Sons smíðaður í Hamborg í Þýskalandi. Þessi flygill er með 7 feta hörpu og þykir hafa mjúkan og fallegan hljóm. Koma hans í húsið breytti miklu um tónlistarlíf í Skagafirði því hér var komið boðlegt verkfæri fyrir fremstu píanóleikara landsins og aðstaða til að taka á móti hverskonar tónlistarviðburðum kinnroðalaust.
Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum um hljóð og ljósakerfi og annan búnað Miðgarðs í tölvupósti midgardur@skagafjordur.is