Menningarhúsið Miðgarður
Menningarhúsið Miðgarður var opnað formlega með veglegri opnunarhátíð í byrjun Sæluviku árið 2009. Þetta fornfræga félagsheimili hefur tekið stakkaskiptum og er aðstaða hússins nú öll hin glæsilegasta.
Menningarhúsið Miðgarður var opnað formlega með veglegri opnunarhátíð í byrjun Sæluviku árið 2009. Þetta fornfræga félagsheimili hefur tekið stakkaskiptum og er aðstaða hússins nú öll hin glæsilegasta.
Aðalsalur Miðgarðs er 276 m2 með hækkun á gólfi til hliðanna og aftast í salnum. Salurinn rúmar 350 sæti á tónleikum. Við endurinnréttingu á salnum var lögð áhersla á fyrsta flokks hljómburð og aðstöðu fyrir lifandi tónlistarflutning.