Heimisstofa

Karlakórinn Heimir hefur átt heimili í Miðgarði allt frá því að húsið opnaði fyrst 1967, en kórinn var í byrjun á meðal eigenda hússins.  Við endurbætur á Miðgarði var ákveðið að tileinka kórnum rúmgóðan sal á efri hæð og þar inni kom kórinn upp lítilli sýningu með myndum úr sögu kórsins.
Nánari upplýsingum um Karlakórinn Heimi má finna á heimasíðu hans, www.heimir.is

  

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113