Frá Ara til Aladdín

Næstu helgi verða tónleikarnir og fjölskylduskemmtunin "Frá Ara til Aladdín" haldin. Þar koma fram skagfirskir söngvarar á öllum aldri sem syngja barnalög, lögin eru líka á öllum aldri - bæði gömul og ný! Á sviðið stíga níu söngvarar, nokkrir sem við þekkjum öll vel auk nokkurra ungra og efnilegra. Systurnar Sóla og Malen Áskelsdætur, Jón Hallur Ingólfsson, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Gunnar Rögnvaldsson, Sigvaldi Gunnarsson, Dagný Gunnarsdóttir, Rannveig Stefánsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir. 

Hljómsveit Stefáns Gíslasonar leikur undir og barnakór samsettur úr skólahóp Birkilundar og 1. og 2. bekk Varmahlíðarskóla tekur lagið með hópnum. 

Tónleikarnir verða sunnudaginn 22. nóvember kl. 16:00

Hlökkum til að sjá sem flesta! 


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113