FRELSI - Árshátíð 8. -10.bekkjar Varmahlíðarskóla 2025

Fresli - Árshátíð
Fresli - Árshátíð

Söngleikurinn Frelsi fjallar um Fríðu í Fornahvammi sem byrjar í enn einum nýja skólanum í nýjum bæ og fær að kenna á því hjá vinsæla genginu. Hún kynnist dularfullum strák sem lofar henni vinsældum og hamingju en hann er ekki allur þar sem hann er séður. Ýmsar eftirminnilegar persónur prýða leikritið, s.s. lúðarnir og vinir Fríðu, Leó og Anna, erkivinsældardrottningarnar Gulla, Stella og fylgimeyjar þeirra, bestu vinirnir Kalli og Hjálmar - að ógleymdum Einsa hamborgarasala!
Leikstjóri er Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Aðgangseyrir er kr. 3.000 fyrir 16 ára og eldri, en kr. 1.000 fyrir yngri en 16 ára.
Nemendur Varmahlíðarskóla fá frítt inn.


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113