26.10.2013 - Athugasemdir ( )
Það er alltaf sama gleðin í Menningarhúsinu okkar og þessi helgi er ekkert undanskilin.
Í kvöld komu kennarar Varmahlíðarskóla saman í gleðskap á efri hæð. Matur, drykkur og almenn gleði var við völd í húsinu.
Á morgun fyllist Miðgarður af fólki sem hefur eytt síðastliðnum dögum í að keppa í íþróttinni boccia á Sauðárkróki en þar fer nú fram Íslandsmót í greininni. Þátttakendur og aðstoðarmenn ætla að fjölmenna í Miðgarð á morgun og þar verður hátíðarkvöldverður og dansleikur á eftir. Við hlökkum til að fá þennan 300 manna hóp í húsið!
Athugasemdir