Hitt og þetta

Það hefur ýmislegt verið um að vera í Miðgarði á haustdögum. Til dæmis má nefna ráðstefnu Þroskahjálpar, árshátíð, dans og gleði í tilefni Laufskálaréttar, fundi og stórtónleika með þeim Óskari P., Magna og Valmari. Ráðstefnugestir komu víða að af landinu og voru margir hverjir mjög hissa á því hvað Skagfirðingar eiga frábært ráðstefnuhúsnæði. Við vonum auðvitað að sá boðskapur berist víða þar sem við erum mjög stolt af þessari aðstöðu.

Kórarnir fjórir eru allir byrjaðir á æfingum og söngurinn hljómar í húsinu fjögur kvöld vikunnar. Kórarnir byrjuðu reyndar misjafnlega seint að æfa, m.a. vegna þess að kórstjóri Kammerkórsins, Helga Rós Indriðadóttir var upptekin við söng í Don Carlo í Hörpunni.

Á döfinni í Menningarhúsi Skagfirðinga eru meðal annars jólatónleikarnir Sönglög á aðventu þar sem Jóhanna Guðrún og Óskar P. flytja jólalögin ásamt frábærum hóp skagfirskra listamanna. Miða á tónleikana má nálgast á midi.is  


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113