Jólin heima 2025 - UPPSELT

Uppselt er orðið á kvöldtónleika Jólin Heima sem fram fara þann 6. desember í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. 

Aukatónleikar Jólin heima felldir niður!
Af óviðráðanlegum ástæðum verðum við að fella niður aukatónleikana sem við ætluðum að hafa kl. 17. Þann 6. des. Þeim sem áttu miða þá hefur verið boðið að koma á kvöldtónleikana. Það verða því aðeins einir tónleikar þetta árið og það er algjörlega uppselt á þá.
Æfingar eru byrjaðar og hópurinn lofar frábærum tónleikum með jólastemmingu.
Bestu kveðjur
Jólin heima hópurinn
 

Jólin Heima er orðinn fastur liður í aðventustemningunni í Skagafirði. Ef Feyki bregst ekki minnið þá er þetta sjötta árið í röð sem boðið er upp á þessa einstöku jólalagaveislu.

 

Það er einvalalið skagfirskra tónlistarmanna sem kemur fram, syngur og leikur. Það er því heldur betur kominn reynsla á þennan hóp, unga fólkið orðið enn kraftmeira og reynslunni ríkara, og er óhætt að fullyrða að það verður enginn svikinn af því að mæta á Jólin Heima í ár frekar en árin þar á undan.

 

Söngurinn mun berast frá raddböndum Eysteins Ívars, Gunnars Hrafns, Sigvalda Helga, Inga Sigþórs, Malenar, Valdísar, Bergrúnar Sólu, Róberts Smára, Emelíönu Lillýjar og Heiðdísar.


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113