Markaður

Laugardaginn 24. október verður markaður í Menningarhúsinu Miðgarði frá kl 14.00-18.00. Á boðstólnum verður allskonar varningur sem þig hefur lengi vantað og allt á tombóluverði!

Það verður ekki posi á staðnum. 

Aftur á móti verður kaffihúsastemming með vöfflum og meðlæti!

Allur ágóði rennur í minningarsjóð Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Fjalli. Hlutverk sjóðsins er að stykja tónlistaraðstöðu og tónlistastarfsemi við Varmahlíðarskóla svo og bókasafn skólans. 

Hlökkum til að sjá ykkur! 


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113