Norðlensku tenórarnir

Það styttist óðum í frábæra söngveislu í Menningarhúsinu Miðgarði. En laugardaginn næsta koma norðlensku tenórarnir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson með fjölbreytta efnisskrá. Þetta er viðburður sem söngelskir Skagfirðingar og nærsveitungar mega alls ekki missa af. Við lofum frábærri skemmtun þar sem helstu tenórsmellir Íslendinga fá að hljóma. 

Undirleikari er Jónas Þórir. 

Tónleikarnir verða laugardaginn 10. okóber og hefjast kl. 20.00

Forsala aðgöngumiða á midi.is

 

 


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113