Nú þegar vorið virðist loksins ætla að fara að koma er ekki annað hægt en að leiða hugann að sæluviku Skagfirðinga sem er ein elsta menningarhátíð landsins. Í Sæluviku er boðið upp á mikið úrval lista- og menningarviðburða víðs vegar um Skagafjörðinn og margir spennandi viðburðir á döfinni í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar má nefna revíur, tónleika og dansleik. Dagskrána í sæluviku má sjá hér í mynd til hliðar en allar nánari upplýsingar um viðburðina eru á facebook síðu Menningarhússins Miðgarðs.
Við vonum að Skagfirðingar sem og aðrir gestir taki sig til í Sæluviku og verði duglegar að sækja ýmis viðburði, sýna sig og sjá aðra!
En að öðru, við getum sagt frá því núna að í sumar verður að veruleika föst opnun í Stefánsstofu, glerhýsi Menningarhússins Miðgarðs. Stefánsstofa heitir eftir Stefáni Islandi óperusöngvara en í Stefánsstofu er lítil sýning með ljósmyndum og munum úr sýningum sem Stefán tók þátt í. Til að byrja með verður opið á föstudags- og laugardagskvöldum og þá verður hægt að setjast niður og fá sér drykk og njóta frábæra útsýnisins úr glerhýsinu yfir fjörðinn. Meira um þetta síðar!
Athugasemdir