Með haustinu tóku við rástefnur og fundir og fram undan töluvert af slíkum viðburðum enda frábær aðstaða sem boðið er upp á. Hér er allt sem þarf til að halda lítinn fund eða stóra ráðstefnu. Framundan er einnig töluvert af tónleikum!
Við lofum miklu fjöri á efri hæðinni föstudagskvöldið fyrir Laufskálaréttarhelgina þegar Alex Már, Sigvaldi og Jón Gestur mæta á svæðið og halda gestum á dansgólfinu fram á nótt.
Þann 10. október koma til okkar Norðlensku tenórarnir. Það eru þeir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson. Þeir ætla að vera með fjölbreytta efnisskrá, íslensk sönglög og óperuperlur.
Þann 16. október verða tónleikarnir "Lúðar og létt tónlist" í Miðgarði. Þetta eru léttir gríntónleikar með Hvanndalsbræðrum, Gísla Einars og Sóla Hólm.
Fleiri flottir tónleikar eru framundan í vetur en við látum þetta duga í bili.
Athugasemdir