Það var líf og fjör í Miðgarði þessa helgi eins og flestar aðrar helgar. Starfsmannafélag KS hélt árshátíð sína í húsinu og skemmtu um það bil 150 manns sér í Miðgarði á laugardagskvöldinu. Hátíðarkvöldverður og dansleikur með Hvanndalsbræðrum á eftir. Skemmtunin fór vel fram og þökkum við starfsmannafélaginu fyrir komuna.
Á fimmtudagskvöldið verður fundur á vegum Landverndar og hefst hann kl 20:00.
Á föstudagskvöldið er svo von á snillingunum í hljómsveitinni Drangar. Þeir verða með tónleika sem hefjast kl 22:00 og því tilvalið að koma á tónleika að loknum landsleik. Það er ekki á hverjum degi sem þessir menn eru á ferðinni í Skagafirði og því um að gera að nota tækifærið og koma og sjá þá. Fyrir þá sem ekki vita eru Drangar þeir Mugison, Ómar Guðjóns og Jónasi Sig.
Sjáumst í Miðgarði!
Athugasemdir