Þrettándahátíð

Þá er árið senn á enda. Það hefur mikið verið um að vera í menningarhúsi Skagfirðinga á árinu. Tónleikar, veislur, markaðir, fundir, leiksýningar og svo mætti áfram telja. Nú síðast voru afmælis- og jólatónleikar í boði Fisk Seafood þar sem Valgerður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð stigu á svið ásamt hópi skagfirskra söngvara og tónlistarfólks. 

Fyrsti viðburður á nýju ári verður Þrettándagleði Karlakórsins Heimis. Þar munu karlakórsmenn töfra fram söng eins og þeim einum er lagið. Sérstakir gestir þeirra eru Unglingakór Varmahlíðarskóla og ræðumaður kvöldsins Hjálmar Jónsson. Að tónleikum loknum munu snillingarnir í  Hljómsveit kvöldsins leika fyrir dansi.

Sjáumst í Menningarhúsinu Miðgarði á nýju ári!


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   guttikristin@simnet.is   |   Sími: 868 6851