Tónleikar og leiksýning á döfinni.

Það hefur verið líf og fjör í húsinu undanfarna daga og vikur og sem dæmi má nefna fundarhald, leiksýningar og fermingarveislur. Grunnskólanemendur í 1.-6. bekk Varmahlíðarskóla settu upp leikritið Kardimommubæinn og sýndu fyrir fullu húsi af ánægðum áhorfendum. Þessa páska verða nokkrar fermingarveislur í húsinu og eftir páska tekur Sæluvika Skagfirðinga fljótlega við. Það verður mikið að gera í húsinu í Sæluviku en auk opinna viðburða verður þar ráðstefna, veisla og kóræfingar.

Skagfirski Kammerkórinn heldur vortónleikar sína í húsinu á Sumardaginn fyrsta 24. apríl kl 20:30, "Vorvindar - vor, sumar og rómantík".

Möguleikhúsið setur upp sýninguna Eldklerkinn sem fjallar um Jón Steingrímsson og Skaftárelda, mánudaginn 28. apríl kl. 20:30. 

Karlakórinn Heimir og Kristinn Sigmundsson halda tónleika í Miðgarði laugardaginn 3. maí kl. 20:30. 

Einnig má sjá umfjöllun um alla opna viðburði í húsinu á facebook síðu Menningarhússins Miðgarðs. 


Athugasemdir

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113