Fréttir

Einu sinni á ágústkvöldi...


Eftir ættarmót og fjölskyldusamkomur sumarsins er komið að söngveislu á efri hæðinni. Kvennakórinn Sóldís og Drengjakór íslenska lýðveldisins ætla að syngja og skemmta í Menningarhúsinu Miðgarði föstudagskvöldið 8. ágúst kl. 20:30. Miðaverð er 1.500 kr. Söngstjóri kóranna er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari er Rögnvaldur Valbergsson og e.t.v. fleiri. Hlökkum til að sjá sem flesta!

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins


Vorvindar - vor, sumar og rómantík er yfirskrift vortónleika Skagfirska Kammerkórsins sem verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, sumardaginn fyrsta. Söngurinn hefst kl: 20.30 en húsið opnar kl: 20.00. Kammerkórinn ætlar að syngja okkur inn í sumarið og bjóða upp á kaffi og pönnukökur eftir tónleika. Vakin er athygli á því að ekki er tekið við kortum. Gleðilegt sumar!

Tónleikar og leiksýning á döfinni.


Lesa meira

Svæði

Menningarhúsið Miðgarður   |   tenorslf@gmail.com   |   Sími: 894 3113