Flýtilyklar
Fréttir
Ljótu Hálfvitarnir - "Hækka í botn og skrúfa vel frá öllum fíflalátakrönum"
16.09.2014 - Athugasemdir ( )
Ljótu hálfvitarnir ljúka starfsárinu með tónleikum í Miðgarði föstudaginn 19. september næstkomandi. „Fyrir vikið stefnir hljómsveitin á að hækka í botn og skrúfa vel frá öllum fíflalátakrönum,“ segir í fréttatilkynningu frá hálfvitunum.
„Staðarvalið er vel við hæfi. Það er alltaf tilhlökkun í hálfvitarútunni þegar keyrt er í Miðgarð. Þar er gott að spila og oft myndast ólýsanleg stemming, eða allavega stemming sem óráðlegt er að lýsa í smáatriðum í opinberum fjölmiðli. Fólk verður bara að vera þarna sjálft,“ segir í tilkynningunni.
Tónleikarnir hefjast kl: 21.00 og forsala miða er á N1 Sauðárkróki og í KS Varmahlíð. Miðar verða einnig seldir við innganginn.
Einu sinni á ágústkvöldi...
07.08.2014 - Athugasemdir ( )
Eftir ættarmót og fjölskyldusamkomur sumarsins er komið að söngveislu á efri hæðinni. Kvennakórinn Sóldís og Drengjakór íslenska lýðveldisins ætla að syngja og skemmta í Menningarhúsinu Miðgarði föstudagskvöldið 8. ágúst kl. 20:30. Miðaverð er 1.500 kr. Söngstjóri kóranna er Sólveig S. Einarsdóttir og undirleikari er Rögnvaldur Valbergsson og e.t.v. fleiri.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins
24.04.2014 - Athugasemdir ( )
Vorvindar - vor, sumar og rómantík er yfirskrift vortónleika Skagfirska Kammerkórsins sem verða haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, sumardaginn fyrsta. Söngurinn hefst kl: 20.30 en húsið opnar kl: 20.00. Kammerkórinn ætlar að syngja okkur inn í sumarið og bjóða upp á kaffi og pönnukökur eftir tónleika.
Vakin er athygli á því að ekki er tekið við kortum.
Gleðilegt sumar!