Flýtilyklar
Fréttir
Þorrinn genginn í garð
24.01.2014 - Athugasemdir ( )
Þá er fyrsti dagur Þorra, bóndadagur genginn í garð. Við óskum því öllum bændum til hamingju með daginn.
Í Menningarhúsinu Miðgarði verða sem fyrr haldin þrenn þorrablót, þorrablót Skarðshrepps, þorrablót Seyluhrepps og sameiginlegt þorrablót Lýtingsstaðarhrepps, Akrahrepps og Staðarhrepps. Sveitungar og gestir munu því blóta þorra og gleðjast hér í Miðgarði næstu helgar með drekkhlöðnum trogum af alls kyns súrmeti og tilheyrandi.
Gleðilegan þorra!
Þú sem eldinn átt í hjarta
28.12.2013 - Athugasemdir ( )
Í kvöld verða tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði þar sem nokkrir söngvarar ættaðir úr Skagafirði, þau Helga Rós Indriðadóttir, Ásgeir Eiríksson, Margrét S. Stefánsdóttir og Sigurjón Jóhannesson munu koma saman og flytja vel valin lög. Gróa Hreinsdóttir leikur undir á píanó.
Tónleikarnir hefjast kl: 21:00 og eru í aðalsal hússins.