Flýtilyklar
Fréttir
Karlakórinn Hreimur í heimsókn
18.10.2025 - Athugasemdir ( )
Karlakórinn Hreimur heimsækir Skagafjörðinn
Stjórnandi er Daníel Þorsteinsson
miðaverð 6000 - posi á staðnum
Sérstakir Gestir - Karlakórinn Heimir
Lesa meira
Stórtónleikar á heimsklassa
05.10.2025 - Athugasemdir ( )
SÖNGVAR ÚR NORÐRI & SUÐRI
Sunnudaginn 5. október næstkomandi munu Kristinn Sigmundsson, Helga Rós Indriðadóttir og Kolbeinn Jón Ketilsson halda tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Með þeim á píanó leikur Matthildur Anna Gísladóttir. Á efnisskránni verða íslensk og erlend sönglög og dúettar úr ýmsum áttum eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Franz Schubert, Francesco Paolo Tosti, Franz Lehár og fleiri.
Miðasala verður við innganginn og miðaverð er 4.900 kr.
Lesa meira
Styrktartónleikar tókust frábærlega - hjartans þakkir
02.10.2025 - Athugasemdir ( )
Styrktartónleikar fóru fram 7.sept 2025 - einvalalið Skagfirðinga kom fram á tónleikunum ásamt Birgi Karli föður Bryndísar Klöru heitinnar.
Skagfirðingar skiluðu 1,2 milljón frá styrktartónleikum í Miðgarði, Skagafirði til uppbyggingar Bryndísarhlíð.
Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024. Bryndís Klara var yndisleg stelpa, frábær vinkona og heittelskuð af foreldrum sínum, litlu systur og öllum ættingjum hennar.
Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður í september 2024. Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu og styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.
Eitt af aðalverkefnum sjóðsins eru kaup á griðastað fyrir ungt fólk sem mun hljóta nafnið Bryndísarhlíð og verður í framhaldinu haldið úti af íslenska ríkinu.



